Uppgjör
Uppgjör er samsetning á rekstrar- og efnahagsreikningi ákveðins árs eða tímabils ásamt fleiri töluyfirlitum svo sem sjóðstreymi, skýringum ofl. Öllum fyrirtækjum ber að semja ársreikning einu sinni á ári auk þess sem mörg þeirra kjósa jafnframt að semja árshlutauppgjör til að fylgjast nánar með rekstri og efnahag félagsins.