Fjármálaþjónusta

GK endurskoðun veitir alhliða ráðgjöf í rekstri fyrirtækja og í fjármálum bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.  Í þeirri þjónustu felst ráðgjöf við fjárhagslega endurskipulagningu, endurfjármögnun, áætlanagerð og kostnaðargreiningu.

GK endurskoðun hefur sérhæft sig í endurútreikningi gengistryggðra lána og hafa nokkur dómsmál er snúa að leiðréttingu slíkra lána verið byggð á útreikningi GK endurskoðunar.

Starfsmenn GK endurskoðunar búa yfir mikilli þekkingu við gerð áætlana og hafa þróað öflugt áætlanalíkan sem jafnframt nýtist vel við verðmat fyrirtækja.

GK endurskoðun tekur að sér framkvæmd áreiðanleikakannana (Due diligence) á fjármála- og rekstrarsviði fyrirtækja.

Svæði

GK endurskoðun

Hafnarstræti 97  |  600 Akureyri
Sími 460 5200  |  gke@gke.is